Bandaríkjamaðurinn Kyle Balda mun halda fyrirlestur um tölvukvikun (computer animation) í kvikmyndum á Nordica Hóteli í Reykjavík. Fyrirlesturinn er opinn öllum sem áhuga hafa á hreyfimyndagerð, kvikmyndagerð og tölvuvinnslu fyrir þær. Kyle Balda vann lengi bæði hjá Pixar og Idustrial Lights and Magic (ILM), fyrirtæki George Lucas. Hjá Pixar vann Kyle sem leikstjóri kvikunar á Toy Story 2 og sem kvikari í myndunum Monsters Inc. og Bugs Life. Hjá ILM vann hann sem yfirmaður kvikunar og...