Þetta er ritgerð sem ég gerði fyrir ári síðan í sögu 303 í fjölbrautarskóla. Við horfðum á myndina Under Fire, með Nick Nolte, sem fjallaði um atburðinn í Nicaragua. Segið mér síðan hvað ykkur finnst um ritgerðina, og skoðanir ykkar á atburðinum…. 16. júlí 1979 lauk borgarastríðinu í Nicaragua þegar Anastasio Somoza Debayle, forseti landsins, flúði þaðan til fyrrverandi stuðningsmanna sinna í Bandaríkjunum. En Bandaríkjastjórn hafði hins vegar tekið upp gagnrýna afstöðu gegn Somoza eftir að...