Það er alvörumál þegar tekjustofnar sveitarfélaga standa ekki lengur undir lögboðnu þjónustuhlutverki þeirra hinna sömu, hvort sem um er að ræða mennta, heilbrigðis, eða félagsmál. Hækkun skatta og gjalda á hinn almenna borgara vegna þessa af hálfu sveitarfélaga hefur verið tilfinnanleg undanfarin ár þar sem fullnýtt heimild til álagningar skattprósentu er fyrir hendi, þar sem mismunur búsetu í sveitarfélögum skiptir skattgreiðendum í hópa, jafnvel á fjölmennustu svæðum. Hinn almenni borgari...