Ég skil þetta hreinlega ekki – hvernig getur það staðist að íslendingar, sem hafa verið að berjast stoltir fyrir íslensku tungunni, byrji allt í einu að sletta svona óhemju mikið? Fyrir mér er það hneyksli og skömm að gera fundið “orð” eins og sjitt og dekoreita (hvernig sem þeir vilja nú stafsetja það) í íslenskri orðabók. Ég á sjálf bátt með að skilja ástæðuna á bakvið þessar vægast sagt fáránlegu ensku slettum sem ég hef heyrt í gegnum tíðina, þegar raunin er sú að við höfuð fullkomlega...