Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

gke
gke Notandi frá fornöld 108 stig

Nokia E66 - SMS skrá (4 álit)

í Farsímar fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Ég er með Nokia E66. Meiriháttar sími alveg. En eitt böggar mig þó. Inni í SMS Inboxinu kemur sendandi alltaf á formatinu “Eftirnafn, Fornafn” sem er auðvitað alveg óþolandi. T.d. eru margir í skránni hjá mér sem eru Einarsdóttir og þá þarf maður að fara krókaleiðir til þess að finna hver var raunverulega að senda skilaboðin. Þessu virðist hvergi vera hægt að breyta, amk finn ég það ekki. Hafið þið lausn?

Að vera ósýnilegur (7 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Ég rakst á skemmtilegt myndband á kvikmynd.is áðan. http://www.kvikmynd.is/video.asp?id=1875 Hafið þið hugmynd um hvernig þetta er gert?

Að "neyða" vefskoðara til að sæka nýtt CSS (3 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Ég hef tekið eftir því að það browserar geyma bæði css og bakgrunnsmyndir í css í langan tíma og þarf að refresha nokkrum sinnum til þess að fá brower til að sækja nýtt. Þetta er svo sem gott að blessað þar sem þetta styttir tímann sem það tekur að sækja síðu. En nú var ég t.d. að breyta útliti síðu og enn eru nokkrir sem kvarta yfir að fá alltaf gamla útlitið. Hvernig get ég “neytt” browser notanda til þess að sækja nýtt útlit? Þá er ég ekki að tala um hvernig á að refresha heldur hvort ég...

Að breyta mörgum færslum í einu (8 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 17 árum
Ég er með comment kerfi á síðunni minni. Vegna tíðra árása robota á kerfið hef ég útbúið einfaldan filter sem felur allar færslur sem innihalda linka. Svo er ég með viðmót í bakendanum þar sem hægt er að smella á viðkomandi færslu til þess að fela/sýna hana. En ég hef áhuga á að nota checkbox þannig að hægt verði að velja þau sem maður vill breyta og breyta mörgum í einu. Hvernig vinnur maður niðurstöður úr checkboxum? Ég bý til checkbox sem hefur alltaf sama nafn en mismunandi value. Svo á...

Birta RSS blogg (5 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég var að gerast svo frægur að skrá mig á www.blog.is. Hef hugsað mér að prófa að nota það kerfi, enda eru samtengingar við aðra bloggara mjög öflugar. En ég er líka með heimasíðu og var að spá í að nota RSS-ið af blogginu mínu til þess að birta á henni. Ég er að nota php. Hafið þið gert þetta? Ég var aðeins að leita fyrir mér á Google en náði þessu ekki alveg. Var helst að leita að góðu dæmi sem ég gæti modifiað. Öll aðstoð vel þegin :)

WP: Birta flokka á forsíðu (0 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Sælir Hugamenn Ég hef nú hingað til gert mínar vefsíður sjálfur og ekki stuðst við tilbúin kerfi. Nú er ég hins vegar þátttakandi í að halda úti síðu sem notar Wordpress (ekkert voðalega skemmtilegt kerfi finnst mér). Ég er í smá böggi. Það eru nokkrir færsluflokkar og mig langar að stilla WP þannig að einungis einn flokkur birtist á forsíðunni, en ekki allir. Hafið þið hugmynd um hvernig og hvar má gera þetta?

Að stækka mynd (2 álit)

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég er með mynd sem er 100 x 130 px á stærð. Sem sagt ekki mjög stór. En mig langar til þess að stækka myndina. Hvernig er best að gera þetta í Photoshop þannig að hún verði sæmilega skýr. Auðvitað verður hún aldrei eins flott og original stór mynd en mig grunar að það sé hægt að komast ansi langt. Endilega deilil reynslu ykkar :-)

HTML fréttabréf (5 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Ég var beðinn um að kanna möguleika á að setja upp staðlað HTML fréttabréf sem sent væri í tölvupósti á félagsmenn í litlu félagi. Þá er hugmyndin að stjórnin geti skrifað einhverjar fréttir (myndir þyrftu að geta fylgt með) og þær færu þá á staðlað fréttabréf sem sent væri í html tölvupósti. Einnig þyrfti að vera hægt að prenta fréttabréfið út og/eða birta það á heimasíðu félagsins. Hafið þið eitthvað prófað eitthvað þessu líkt? Vitið þið um kerfi frítt eða ódýrt sem býður upp á þennan möguleika?

Uppbygging á CSS (5 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég hef talsvert notað CSS við vefsíðugerð og hef gaman af að reyna við töflulausar síður. Þegar ég hins vegar skoða uppbyggingu CSS á stórum og flottum vefsvæðum sé ég hvað mín skjöl eru amatörleg og þvers og kruss. Mér finnst ég sjá að stór vefsvæði noti ákveðið kerfi við uppbyggingu á CSS. Þekkið þið eitthvað inn á uppbyggingu CSS þannig að það sé skipulagt og skýrt?

Að gera p r o x y b y p a s s e r (8 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég var að velta því fyrir mér. Ég er að vinna hjá skemmtilegu fyrirtæki sem leyfir ekki skoðun á ýmsum vefsíðum, t.d. sem tengist vefsíðugerð o.fl. Meira að segja eru þeir svo séðir að maður kemst hvergi inn á P r o x y b y p a s s e r. Ég var því að spekúlera í að gera prívat þannig að þetta trufli mig ekki. Hafði þið gert svona? Nú er þetta aðeins flóknara en að gera bara include() í php. Hver er grunnhugmyndin við gerð svona síðu?

PC vs. Mac (17 álit)

í Apple fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Sælir Mac aðdáendur. Nú fer að koma að endurnýjun á tölvukosti heimilisins. Ég hef alltaf unnið á PC og ekki komið nálægt Mac. Hins vegar hef ég heyrt að þeir sem vinna á Mac eða fara af PC yfir á Mac vilji alls ekki fara til baka. Ég er opinn fyrir því að skipta en langar að heyra helstu kosti og galla þess að fara yfir á Makka. Getið þið frætt mig um málið? Kannski reynt að “selja” mér hugmyndina?

Varðandi hýsingu (7 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég er aðeins að velta fyrir mér hýsingarmálum. Hér sé ég menn oft benda á www.no-ip.com og því um líkar þjónustur. En segjum svo að ég sé kominn með fasta IP tölu. Þegar ég svo þarf að skrá lénið hjá ISNIC þarf ég að gefa upp tvo nafnaþjóna. Hvernig virkar svoleiðis ef ég er ekki að nota þjónstu www.no-ip.com?

Að takmarka ruslpóst (3 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Nýlega breytti ég þeim síðum sem ég held utanum á þann hátt að engin netföng voru gefin upp í HMTL kóðanum, heldur nota ég javascript til þess að birta þau. Í HTML kóðanum stendur þannig <script>postur("netfang","sida.is")</script>og þá birtist á síðunni netfang@sida.is. Mér finnst að ruslpóstsendingar hafi ívið aukist eftir að ég gerði þetta. Eru einhverjir hér sem hafa lent í þessu? Hafið þið einhver ráð til þess að birta megi netföng og takmarka í leiðinni ruslpóst?

Að skipta út streng (12 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum
Ég er að reyna að lágmarka spam póst sem berst af þeim síðum sem ég sé um. Ég er búinn að útbúa Javascript kóða sem birtir emailið án þess að það komi fyrir í source. function postur(fyrri,seinni) { document.write("<a href=\"mailto:" + fyrri + "@" + seinni + "\">" + fyrri + "@" + seinni + "</a>") } Til þess að nota þetta þarf einfaldlega að kalla á fallið postur eins og hér: postur("david","althingi.is") og þá birtir vefskoðarinn þetta sem venjulegt mail <a...

Ein ljótasta síða á Íslandi (4 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum
Ég var eitthvað að ráfa á netinu og rakst þá á www.raesir.is. Ég varð satt að segja mjög hissa. Þetta er síða sem lítur út fyrir að hafa verið gerð í FrontPage fyrir 10 árum síðan :-| Skrýtið að fyrirtæki í rekstri skuli ekki huga betur að þessum málum. Ég vakti nú athygli á að Vodafone siðan væri gerð í Joomla, en sú síða er mjög vel gerð og mér finnst bara allt í lagi að þeir noti ókeypis kerfi úr því það virkar svona vel. En að bjóða upp á svona síðu eins og raesir.is finnst mér afa hæpið.

Ný heimasíða Vodafone (10 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum, 1 mánuði
Ef mér skjátlast ekki þá er ný heimasíða Vodafone www.vodafone.is gerð í Joomla. Finnst það fyndið

Að hanna útlit síðu (4 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Það er eitt sem hefur plagað mig aðeins. Ég verð alltaf gersamlega tómur þegar ég er að byrja að hanna nýja síðu hvað varðar útlit. Stundum er eins og manni detti bara ekkert í hug og endi alltaf á svipuðum stað í stað þess að koma með eitthvað nýtt. Hvaða aðferðir notið þið þegar þið byrjið á nýrri síðu? Hvernig ákveðið þið útlitið? Eruð þið með einhver guidlines sem hjálpa?

Réttindi notenda (10 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég er að vinna að endurbótum á vefumsjónarkerfinu mínu. Hingað til hafa notendur verið skilgreindir annað hvort sem admin eða ekki og haft réttindi eftir því. En nú þarf ég að ganga skrefinu lengra og geta skilgreint réttindi notenda enn frekar. Ég er að vinna í að setja upp vef þar sem hver notandi hefur heimild til þess að breyta ákveðnum hluta vefsins. Ég reikna með að vera með sérstakan dálk í notenda töflunni þar sem réttindin eru skilgreind (nota þá ákveðið númer fyrir hvern hluta sem...

Mynd notuð sem leiðakerfi (4 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Ég er að fara af stað að búa til vefsíðu fyrir kunningja minn. Síðan veðrur líklega nokkuð hefðbundin að mestu leyti. Á einum stað vill hann þó hafa mynd af íbúð og þar á að vera hægt að smella á hluta íbúðarinnar til að fá nánari upplýsingar. T.d. smella á eldhúsið og þá opnast sá hluti o.s.frv. Nú er ég að spá, er ekki besta lausnin á þessu að klippa myndina af íbúðinni í hluta og nota svo hvern hluta sem link? Og setja þetta í eina töflu? Ég var að skoða www.bjarki.is og tók eftir að...

Að þýða undarleg merki (5 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Mig langar til þess að spyrja snillingana hér á þessu áhugamáli að einu. Ég er með upplýsingar í header á tölvupósti sem ég þarf að lesa. Vandamálið er að þetta er á formati sem lítur nokkurn veginn svona út: =?iso-8859-1?Q?N=FDjar_veirugagnaskr=E1r_fyrir_F-PROT_Antivirus=20?= Hafið þið hugmynd um hvernig best er að þýða þetta yfir í venjulega stafi þannig að hægt sé að lesa þetta? Þetta er bara dæmi hér fyrir ofan, ég er með fleira sem ég þarf að geta lesið.

Varðandi Custom Error pages (9 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ég er búinn að stilla custom error page á síðu sem ég held úti. Ef Error 404 kemur upp er birt síða sem heitir error.php. Til þess að þetta virki vel fyrir alla foldera gerir error.php ekkert annað en að breyta heaader í notfound.php sem er þá villusíðan sem notandinn sér. Mig langar til þess að geta birt hvaða síðu notandinn var að reyna að skoða, svipað og gert er á www.barnanet.is. Ef t.d. er farið inn á www.barnanet.is/vitleysa birtist þessi síða:...

Variable sent á mynd (4 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Ég er að nota KTML Lite (sjá frekar) til þess að leyfa notendum á síðu sem ég sé um að setja inn efni. Þetta er nú ekkert sérstaklega fullkomið system en virkar ágætlega. M.a. er inni í þessu upload kerfi fyrir myndir. En ég hef tekið eftir því að þegar ég nota KTML til þess að setja inn myndir, þá setur það inn svona kóða: <img src="mynd.jpg?0.6619548149283544" />Ég er að velta fyrir mér hvers vegna í ósköpunum verið er að setja þessa breytu inn. Ég hef prófað að taka hana manually út og...

Fartölva föst í Hibernate (8 álit)

í Vélbúnaður fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég er með gamla HP Omnibook XE3 fartölvu. Rafhlaðan er orðin mjög léleg. Tölvan er stillt þannig að þegar rafhlaðan er komin í low þá fer tölvan í hibernate. Vandamálið er að rafhlaðan endist ekki nema í nokkrar sekúndur, og þegar tölvan var færð á milli innstunga fyrir nokkrum dögum kláraðisth hleðslan og tölvan reyndi að fara í hibernate. Nú er staðan þannig að ekki er hægt að ná henni úr hibernate, er búinn að prófa að taka hana úr sambandi og taka rafhlöðuna úr. Alveg sama hvað gert er,...

RewriteEngine (9 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég er búinn að vera að föndra aðeins við RewriteEngine og er kominn með eftirfarandi kóða: RewriteEngine On RewriteCond %{REQUEST_FILENAME} !-f RewriteCond %{REQUEST_FILENAME} !-d RewriteRule ^([a-z]+)$ $1.php [L]Það sem þessi kóði gerir er að ef ég skrifa t.d. www.domain.com/frettir, þá sækir hann síðuna www.domain.com/frettir.php. Mig langar til þess að bæta við kóðann þannig að ég geti skrifað www.domain.com/frettir/354 og 354 sé þá sent sem $id (www.domain.com/frettir.php?id=354). Það er...

Joomla date format (3 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ég hef ákveðið að nota Joomla fyrir eina af þeim síðum sem ég sé um. Ég er búinn að vera að fikta í template og er að verða þokkalega sáttur. Eitt er það þó sem pirrar mig. Dagsetningar birtast alltaf svona: Tuesday, 25 May 2004 Ég get ekki fyrir mitt litla líf fundið hvar maður breytir formatinu. Er einhver hér sem hefur notað Joomla/Mambo og man hvar þetta er gert?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok