Vandamálið liggur ekki í javascript heldur php. Ég er með efni síðunnar í gagnagrunni og sæki það í MySQL sem streng. Þennan streng birti ég svo á síðunni: <?=$efni?> Vandamálið er að ég þarf að finna, með php, allt sem getur flokkast sem netfang í þessum streng og skipta því upp í tvo litla strengi, $fyrri og $seinni, sem ég nota svo í javascript postur("<?=$fyrri?>","<?=$seinni?>") Vandamáli er sem sagt að finna öll email í strengnum $efni. Þið hljótið nú að kunna það :-)