Nei auðvitað alls ekki hætta. Húskettir eru ekkert síðri en aðrir kettir. Hinsvegar skil ég sjónarmið eiganda hreinræktaðra katta að vilja fá got til að selja, enda er þetta líka fjárfesting. Svo er bara að fara eftir lögmálum um framboð og eftirspurn. Við megum auðvitað ekki láta húsköttinn deyja út á Íslandi, það þarf að viðhalda stofninum, en það er svo langt í að það gerist og núna er tíminn til að passa sig og minnka offramboðið.