Fyrsta myndin sem gerð var um Víetnam-stríðið var The Green Berets(1968). Green Berets er svo sannarlega ,,John Wayne” mynd, myndin er í raun vestri í búningi stríðsmyndar. John Wayne og hermennirnir frá Bandaríkjunum eru allir fluggáfaðir, vopnaðir kænsku og líkamlegum styrk. Meðan Víetnamarnir eru ekkert nema heimskir villimenn og í raun er eini munurinn á Norður- og Suður-Víetnömum sá að norðurmenn eru ,,vondir” á meðan suðurmenn eru ,,góðir” . Inn í söguna fléttast síðan illviljaður...