Helgina 19. – 21. mars var Ds. gangan haldin uppi á Hellisheiði. Sjö þriggja manna lið mættu til keppni sem fólst í því að ganga um heiðina eftir ákveðnum leiðum sem þátttakendur höfðu ákveðið sjálfir. Á laugardagsmorgun var vaknað og lagt af stað í mjög góðu veðri. Á póstunum sem keppendurnir völdu sér var m.a. hægt að elda pönnukökur, synda í ám, leita að snjóflóðaýlum, svara spurningum um landafræði, jarðfræði og skyndihjálp, syngja söngva, dansa og margt fleira skemmtilegt. Á...