Vá, á hvaða hrikalegu flippi eru veðurguðirnir núna? Maður lítur út um gluggann, og veðrið úti minnir mann á haustið '82, en þá var svona veður upp á hvern einasta dag. Hafa e-r svona samtöl átt sér stað uppi í skýjunum? Veðurguð 1: Heyrðu nú Kári, minn kæri meðveðurguð, hvað um að gera e-ð flippað? Veðurguð 2: Já Siggi minn, það væri nú ansi hreint villt! Siggi: Heyrðu, mér datt eitt brjálað í hug… Kári: Segðu, segðu Siggi: Skellum <b>haustveðri</b> á Ísland, í lok júlí! Kári: OHOHOHOHOH,...