Við þekkjum öll tískumálefnin - málefni sem komast í tísku að ræða um í ákveðinn tíma en detta svo upp fyrir og annað kemst í tísku. Á smærri skalanum má nefna umræðuna um laun forstjóra, virkjun við Kárahnjúka, skatta á bensín og spillingu ákveðinna stjórnmálamanna. Á stærri skalanum má nefna réttindi samkynhneigðra og umræðuna um hlutverk ríkisvaldsins í atvinnulífinu. Smái skalinn telur í dögum, vikum og mánuðum. Stærri skalinn telur í árum og áratugum. Menn skipta sér gjarnan í hópa í...