Sælir félagar, Nú er skipulagning lanmóts í fullum gangi og áætlað að halda það helgina 2-4. mars næstkomandi. Mig vantar að fá nokkuð áreiðanlega tölu á fjölda þátttakenda, svo mig langar að biðja ykkur um að kvitta hér ef þið teljið (mjög) líklegt að ykkar lið muni komast þessa helgi. Athugið að þessi póstur á aðeins við um CS 1.6 lið, ég mun athuga áhugann hjá CS:S á þeirra spjallborði. Kveðja, gaulzi