Eftir margra mánuða leti á atvinnuleysisbótum var komið að því að finna sér mannsæmandi vinnu. Ég gluggaði á fréttirnar í enska dagblaðinu og sá ég nokkrar auglýsingar, “auglýst eftir skúringarkonu/manni í hlutastarf” nei hentaði mér ekki hugsaði ég með mér, “sópari í sjoppu með 10 ára reynslu amk óskast”, nei þetta voru glataðar vinnur allt saman og bjó ég mig undir það að halda letinni áfram en þá rakst ég í rogastans þegar ég sá litla auglýsingu á öftustu síðu blaðsins, heldur tepurlega...