Erum við kannski upp til hópa of miklir töffarar sem lögin eiga ekki við? Mig langar endilega að gefa upp nokkur dæmi þegar mér blöskrar við hvernig sumir keyra í umferðinni nú til dags. Umferðalög 14. gr.[Hluti] Ökutæki, sem ekið er á eftir öðru ökutæki, skal vera svo langt frá því, að eigi sé hætta á árekstri, þótt ökutækið, sem er á undan, stöðvist eða dregið sé úr hraða þess. Utan þéttbýlis skal ökutæki, sem háð er sérstökum hraðareglum samkvæmt 38. gr., auk þess vera svo langt frá næsta...