Einn virtasti tónlistarmaður okkar tíma er án nokkurs vafa ástralinn Nick Cave. Hann byrjaði snemma að fást við tónlist og vakti fyrst athygli með hljómsveitinni The Boys Next Door, þetta er þeirra saga … Það var veturinn 1974-75 sem nokkrir 16 ára skólafélagar í Caufield í Ástralíu, þeir Nick Cave (söngur), Mick Harvey (gítar), Phil Calvert (trommur), John Cochivera (gítar) og Brett Purcell (bassi), byrjuðu að æfa saman nokkuð óreglulega meðfram skólanum og spila tvisvar á ári á...