Saga U2 hófst árið 1976, þegar Larry Mullen setti upp auglýsingu í skólnum sem hann gekk í og óskaði eftir því að stofna hljómsveit. Fjórir svöruðu auglýsingunni, Bono (Paul Hewson), The Edge (Dave Evans), Adam Clayton og Dik Evans, bróðir The Edge. Dik var þó ekki lengi í hljómsveitinni en upp frá því hefur hljómsveitin ekkert breyst. Í fyrstu kunnu þeir lítið sem ekkert á hljóðfæri og voru mest að spila lög Led Zepplin, Fleetwood Mac, Deep Purple og Rolling Stones. Í byrjun voru þeir ekki...