Það er voða vinsælt að þeyta skít í fyrirtæki þegar eitthvað vantar upp á en sjaldgæfara að heyra ánægjuraddir þegar vel er gert. Ég er með vél, keypta hjá Tæknibæ sem fór snemma að heyrast svolítið viftuhljóð í en hafði að öðru leyti virkað fínt. Núna um daginn fór hún svo að láta illa, kvartaði undan að 5v spennan væri flöktandi og jafnvel endurræsti sig í tíma og ótíma. Ég óttaðist að viðgerð tæki langan tíma og þar sem vélin gegnir mikilvægu hlutverki hjá mér en varð að fá þetta lagað og...