Ég sá þig ganga til mín, fagra, fagra, frú. Ég hljóp á móti til þín, elsku, elsku, þú. Ég kraup við fætur þínar, fagra, fagra, frú. Þú straukst um axlir mínar, elsku, elsku, þú. Hægt,ég horfði til þín, fagra, fagra, frú. Þú brostir ljúflega til mín, elsku, elsku, þú. Spurninguna á borðið ber, fagra, fagra, frú. Ljúfan viltu giftast mér, elsku, elsku, þú. Þú félst í faðma til mín, fagra, fagra, frú. Alltaf mun ég vera þín, elsku, elsku, þú. Ástarblossinn mun ei flýja, fagra, fagra, frú....