Segðu mér aftur söguna, af öllum furðuverunum, Tröllum og forynjum, draugum og dvergum og álfunum. Ég vona að ég vakni, og verði að eilífu vær, Fann hvernig svefninn læddist, mér svo kær. Sveimuðu skuggarnir í draumalöndunum fjær, Sviplausir tældu mig með sér, þokuðust nær. Ég reyndi að finna skjólið, og fikraði mig þér að, Reyndi að finna aftur öruggan stað. Kuldinn beit mig löngum, Kúrði ég undir sæng. Hlýrra var mér forðum. Undir þínum heita væng. Hlaupandi reyndi að hörfa, bjargandi...