Þar sem ég fyrir einhverja ástæðu endaði inni á þessum blessaða vef þá datt mér í hug að setja inn nokkur ljóð sem ég er með vistuð í skjali á desktopinu hjá mér. Spann þau fyrir einhverjum nóttum síðan. Skýringar fylgjandi. Lít út í undrið aflið, allt ruglið. Skyggnist í það sjálfsagða, skrúðgarða svarana. Samhæfða samsvörun, margslungið magn. Tilvera aðlöguð, sérsniðin sjálfinu, kerfinu í kerfinu, viðbragðinu við viðmótinu. Fisk' eftir vitneskju, þekkingu og skýringu skýli frá firringu....