Megas, Magnús Þór Jónsson, er tónlistarmaður, dægurlagasmiður, rithöfundur og myndlistarmaður, fæddur í Reykjavík 7. apríl 1945. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1965. Hann vann sem gjaldkeri í Landsbankanum um hríð, en hélt svo til Oslóar til að stunda nám í þjóðháttafræði við háskólann þar. Megas byrjaði snemma að fást við lagasmíðar og textagerð, og samdi meðal annars lagið um Gamla sorrí Grána fyrir fermingu. Áður en fyrsta hljómplata hans kom út í Noregi árið...