Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Frakkar Álfumeistarar! (0 álit)

í Stórmót fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Frakkar trygðu sér sigur í álfukeppnini með marki fra Henry á 97 mínútu í framlengingu. Þetta er annað skipti í röð sem að Frakkar vinna álfubikarinn. Þetta var mjög spennandi leikur en bara eitt mark í honum það var gullmarkið. Markið kom upp úr þurru og var ekkert svo flott en Kamerúnar börðust mjög vel og frakkar líka

Hvaða bardagalist æfir þú ? (0 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 21 árum, 11 mánuðum

Loksins annar sigur (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Þórsarar gerðu glæsilega ferð til Grindavíkur Þann 27 Júní þar sem þeir unnu 4-2. Það var Gunnar Konráðsson sem gerði fyrsta mark Þórs eftir 9. mín leik og var það hans fyrsta í efstu deild ef ekki það fyrsta í deildarleik með meistaraflokki. Orri skoraði næstu tvö mörk og kom okkur í 3-0. Grindvíkingar minnkuðu muninn á 60. mín en Jói bætti 4. markinu við á þeirri 64. Grindvíkingar áttu síðasta orðið og lokatölur 4-2 fyrir Þór. Það var búið að bíða lengi eftir þessum sigri þar sem ekki...

Verón til Lazio ? (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Samkvæmt heimildum ManUtd.is er Juan Sebastian Verón á förum frá Manchester United til Lazio nú í sumar. “Ég hef líka heyrt að Veron sé farinn,” sagði heimildamaður okkar í samtali sem við áttum við hann fyrr í kvöld. “United þarf að borga slatta fyrir Rio, og þeim finnst Seba ekki hafa bætt liðið þrátt fyrir alla peningana.” “Þá skilst mér að pælingin sé að fá Nesta með Rio, og láta Veron til baka, Lazio skuldar okkur hvort eð er meirihlutann ennþá.” “Svo er spurning með trúðinn í markinu,...

Fréttir af leikmannaviðskiptum (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 7 mánuðum
“Sumarið er tíminn” söng Bubbi Morthens hér fyrir nokkrum árum, og það má vel yfirfæra þær línur yfir á knattspyrnuna. Á sumrin hugsa leikmenn sér til hreyfings og nær daglega er nýr leikmaður orðaður við Manchester United. Við lítum hér yfir nýjustu fréttir af þessum vettvangi. Argentínski landsliðsmaðurinn, Juan Pablo Sorín, segist ekki vera á förum anna en til Lazio á Ítalíu. Eins og einhverjum er eflaust kunnugt þá hefur hann tekið tilboði Lazio um að leika með liðinu á næstu leiktíð, en...

Alvelegt slys á götuspyrnuni á Akureyri (15 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ökuþór á mótorhjóli í spyrnukeppni, sem haldin var á Akureyri í dag, er talinn hafa slasast alvarlega fyrir um klukkustund. Var keppninni aflýst samstundis en rúmum tveimur stundum áður varð annað slys í keppninni. Að sögn lögreglu er aðdragandi slyssins ekki ljós en tilkynnt var um óhappið til hennar klukkan 18:50. Var maðurinn fluttur alvarlega slasaður á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) til aðhlynningar. Klukkan 16:16 varð einnig slys í keppninni er keppandi féll af mótorhjóli. Var...

Ná Joey og Rachel saman ? (0 álit)

í Gamanþættir fyrir 22 árum, 9 mánuðum

Gerrard er mjög tæpur fyrir næsta leik (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 12 mánuðum
29.01.2002 Talið er að ólíklegt sé að Steven Gerrard verði búinn að ná sér í tíma fyrir leikinn gegn Leicester sem fram fer á Anfield annað kvöld. Phil Thompson viðurkenndi það í dag að miðjumaðurinn snjalli eigi í erfiðleikum með að hreyfa höfuðið eftir að hafa tognað á hálsi í leiknum gegn Arsenal á sunnudaginn. “Stevie var virkilega óheppinn og við þurfum að fara varlega í sakirnar með hann næstu daga. Þetta er að skána og hann ætti að verða búinn að ná sér að fullu um helgina þegar við...

Giggs býr sig undir Evrópukeppnina (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 12 mánuðum
29. janúar 2002 Ryan Giggs vonast til þess að verða orðinn heill heilsu þegar Meistaradeildin byrjar á ný seinni partinn í febrúar. “Ég hef ekki fengið að leika neitt með liðinu að ráði frá því í upphafi keppnistímabilsins og það hefur farið í taugarnar á mér.” “En vonandi næ ég nokkrum leikjum, sérstaklega þar sem Meistaradeildin er að fara aftur í gang.” Eftir níu sigurleiki í röð hefur United nú tapað tveimur leikjum í röð og Giggs ætlar svo sannarlega að gera sitt besta til þess að snúa...

Stam berst við að hreinsa nafn sitt (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum
26. janúar 2002 Hollenski varnarjaxlinn, Jaap Stam, sem nýverið var dæmdur í fimm mánaða keppnisbann eftir að hafa verið fundinn sekur um lyfjamisnotkun, neitar að gefast upp í baráttunni sinni fyrir því að hreinsa nafn sitt af lyfjamisnotkun. Stam gaf af sér jákvætt sýni gagnvart nandrólón eftir leik með Lazio gegn Atalanta í ítölsku deildinni um miðjan október mánuð, en hann segist ætla að sanna sakleysi sitt. “Ég er ánægður með að þetta skuli hafa sannað sakleysi mitt,” sagði Stam sem...

Enn ber ekkert á samnigsviðræðum við Beckham (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Peter Kenyon, forstjóri Manchester United, viðurkennir að hann sé orðinn pirraður á að að samningaviðræður félagsins við David Beckham dragist enn á langinn. Kenyon vonaðist til að samningar tækjust fyrir jól, en eftir 8 mánaða viðræður hafa samningsaðilarnir ekki enn náð saman.“ Kenyon segir þó að Untied vilji halda Beckham og að hann vilji vera áfram hjá félaginu. ”Ég hugsa að við séum nálægt hvor öðrum, þó enn þá sé svoldið í milli,“ sagði Kenyon í samtali við MUTV. ”Ég hugas að við séum...

Liverpool vann Manchester (3 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum
LIverpool vann Manchester United 0-1 á Old Trafford í kvöld. Manchester var miklu betra í fyrri hálfleik en í seinni þegar Anelka kom inn á þá var Liverpool bara í sókn. Það var mikil stemming byrjunarlið Liverpolls var: Jerzy Dudek Stephane Henchoz Sami Hyypiä Jamie Carragher Stephen Wright John Arne Riise Danny Murphy Dietmar Hamann Steven Gerrard Emile Heskey Michael Owen OG bekkurinn: Pegguy Arphexad Patrik Berger Gary McAllister Igor Biscan Nicolas Anelka. inná skiptingar hjá Liverpool...

Viðtal við Phil Tompson (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Ric George tók í vikunni viðtal við Phil Thompson en eins og menn muna var hann vanur að spyrja Houllier í þaula í hverri viku um gengi liðsins. En nú er Phil við stjórnvölinn. Phil, hversu mikilvægt var það að tapa ekki fyrir Arsenal á sunnudaginn ? Þetta voru sennilega mikilvægustu úrslitin á tímabilinu. Leikurinn gegn Southampton var lélegur ef tekið er tillit til úrslita og frammistöðu liðsins í þeim leik. Til þess að liðið geti sýnt góða frammistöðu erum við háðir því að flestir...

Ferguson hrósar Neville (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum
17. janúar 2002 Sir Alex Ferguson er ánægður með frammistöðu Gary Neville sem miðvarðar í seinustu leikjum Manchester United. “Gary hefur verið magnaður. Hanner í fínu formi og ég vil ekki taka hann út úr miðju varnarinnar miðað við það hvernig hann er að spila.” “Gary Neville hefur náttúrulega hæfileikar miðvarðar. Hann er góður skipuleggjandi og talar mikið, sem skiptir máli í stöðunni.” “Hann smellur alltaf vel inn í þessa stöðu þegar ég set hann þangað. Hann lék sem miðvörður með...

Forlan búinn að samþykkja boð Boro. (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum
15. janúar 2002 Umboðsmaður Diego Forlan, Daniel Bolotnikoff, hefur staðfest það að skjólstæðingur sinn hafi tekið samningsboði Middlesbrough. “Diego er búinn að samþykkja boð Middlesbrough, en það eru enn þrjú eða fjögur atriði sem á eftir að leysa.” “Þetta eru ekki tæknileg atriði, en þau skipta samt máli.” “Diego fer fram á að fá 15% kaupverðsins, samkvæmt argentínskum lögum, og við þurfum að leysa úr því hvernig þetta verði greitt vegna, sem er ekki auðvelt vegna efnahagsástandsins í...

Af Di Canio og Forlan (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Mikið hefur verið spáð og spekúlereðað í væntanlegum kaupum Manchester United á þeim Diego Forlan og Paolo Di Canio að undanförnu. Hér eru nýjustu fréttirnar. Samkvæmt heimildum RedIssue er Forlan á leiðinni til Middlesbroug og kemur því ekki til Man. Utd. Netútgáfa RedNews greinir hins vegar frá því að tilkynningar um að Di Canio komi til United sé væntanleg á hverri stundu. Kaupverðið mun víst vera £2,5 milljónir. Di Canio sagðist um helgina ekki vilja fara frá West Ham, en það væri...

"Anelka mun standa sig" seigir Platini (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Platini sem er núna varaforseti franska knattspyrnusambandsins er viss um að Anelka muni njóta góðs af dvöl sinni hjá Liverpool: “Anelka mun áreiðanlega komast á markaskóna á ný í Englandi af því að leikstíllinn þar hentar hæfileikum hans, einkum hraða hans. Þetta er akkúrat það sem hann þarfnast. Ég elska enska boltann en hann getur stundum verið æði trylltur. Það er engin furða að leikmenn með eins mikinn hraða og Michael Owen og Thierry Henry hafa skorað mikið af mörkum þar.” “Ég veit...

"Eingin áhætta" (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Phil Thompson telur það enga áhættu sem menn séu að taka með því að fá Nicolas Anelka til liðsins. Þvert á móti telur hann þetta eitt af snilldarbrögðum Gérard Houllier. “Í augum flestra annarra þá var þetta mikil áhætta sem við vorum að taka. En hann hefur verið frábær eftir að hann kom. Á æfingum er hann virkilega góður og er að ná upp sínu rétta formi og sést það best á leik hans með liðinu. Hann á eftir að reynast frábær fyrir okkur, ég hef engar efasemdir um það.” Thompson var einnig...

Giggs hrósar Nistelrooy (4 álit)

í Ferðalög fyrir 23 árum
Ryan Giggs telur að Ruud van Nistelrooy gæti orðið einn besti framherji Manchester United. Hollendingurinn hefur þegar slegið félagsmet hjá United með því að skora í 7 leikjum í röð. “Ég hef leikið með heimsklassa framherjum á ferlinum, og það er augljóst að Ruud getur borið höfuðið hátt í samanburði við suma af bestu framherjum United seinustu ár.” “Hann er með kraftinn úr Sparky, boltameðferð Cantona og auga Cole fyrir mörkum.” “Og þó hann eigi enn langt í land með að skora jafn mörg mörk...

Beckham í fórmúluna (6 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Svo gæti farið að David Beckham reyndi fyrir sér í formúlu 1 á næstunni. Breska símfyrirtækið Vodafone, sem er aðalstuðningsaðili Manchester United og Ferrari formúlu 1 liðsins, er að reyna að fá Beckham til þess að setjast upp í formúlu 1 bíl og Michael Schumacher til þess að mæta á æfingu hjá United á Carrington. “David og Michael eru tveir af þekktustu íþróttamönnum hemisins og það yrði frábært að reyna þeim að prófa hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá hvor öðrum,” sagði heimildarmaður...

Jimmy af greiddi Tottenham (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum
09.01.02. Jimmy Floyd Hasselbaink tryggði í kvöld Chelsea 2-1 sigur á Tottenham í fyrri undanúrslitaleik Worthington bikarsins á Stamford Bridge. Fyrri hálfleikur var nú með því slakara sem ég hef séð Chelsea spila í langan tíma en þeir náðu nú samt forystunni strax í upphafi þegar að Eiður splundraði vörn Tottenham með glæsisendingu innfyrir á Jimmy Floyd sem klikkaði ekki og 1-0. Fimm manna miðja Tottenham hafði síðan meira og minna undirtökin gegn fjögurra manna miðju Chelsea sem leit...

Anelka vill vera áfram (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Nicolas Anelka skýrði frá því í gær að hann hefði mikinn áhuga á að verða seldur til Liverpool strax. Hann sýndi loks sitt rétta andlit í síðasta leik og með þessu áframhaldi þá ætti að verða gagnkvæmur hugur á því máli. Eins og flestir vita væntanlega, þá er Anelka aðeins á lánssamningi út þetta tímabil, en Liverpool hefur forgangsrétt á að kaupa hann að þeim tíma loknum. Anelka og Owen náðu virkilega vel saman í síðasta leik og gefur það góðs viti fyrir framhaldið. Anelka hafði þetta um...

Beckham óttast að detta úr Landsliðinu (10 álit)

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Ryan Giggs segir að David Beckahm óttist að fjarvera hans úr aðalliði Manchester United gæti komið í veg fyrir að hann komist í enska landsliðshópinn sem fer á HM í sumar. Beckham hefur einungis byrjað inn á í tveimur af seinustu níu leikjum United. “Sú staðreynd að David er fyrirliði enska landsliðsins er honum ofarlega í huga og hann óttast, að ef staðan breytist ekki, þá gæti sæti hans í landsliðinu farið að hitna all verulega.” “En það hrífur ekkert á Sir Alex Ferguson, sem er staðfastur...

Yorke Sektaður (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Samkvæmt hinu mjög svo áreiðanlega dagblaði The Sun …hefur Dwight Yorke verið sektaður um 50.000 pund fyrir að vera of lengi úti! Það á að hafa sést til hans í góðu geimi til klukkan 4 að morgni nýársdags á Sugar Lounge barnum í Manchester. Aldrei má maður ekki neitt!! Brotið er þó sennilega litið alvarlegri augum vegna þess að tveim dögum síðar mætti United Newcastle. Yorke hefur átt mjög erfitt uppdráttar það sem af er þessu tímabili og hefur ekki átt upp á pallborðið hjá stjóranum. Yorke...

Yorke sektaður! (5 álit)

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Samkvæmt hinu mjög svo áreiðanlega dagblaði The Sun …hefur Dwight Yorke verið sektaður um 50.000 pund fyrir að vera of lengi úti! Það á að hafa sést til hans í góðu geimi til klukkan 4 að morgni nýársdags á Sugar Lounge barnum í Manchester. Aldrei má maður ekki neitt!! Brotið er þó sennilega litið alvarlegri augum vegna þess að tveim dögum síðar mætti United Newcastle. Yorke hefur átt mjög erfitt uppdráttar það sem af er þessu tímabili og hefur ekki átt upp á pallborðið hjá stjóranum. Yorke...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok