Paramótor (vélsvifill) er eitt léttasta og auðveldasta loftfar sem fundið hefur verið upp. Það kemst í skottið á station-bíl og maður er innan við 30 mínútur að koma sér á loft, þú getur tekið á loft nánast hvar sem er svo framalega að undirlagið sé sæmilega slétt og ekki sé of hvasst, þú þarft u.þ.b 30 metra braut miðað við logn, styttra ef það er gola. Vegna þess hversu vængurinn (tuskan) er stór (10m breið) er þetta fremur hægfleygt farartæki, á klukkutíma geturðu ferðast 40-60 km á...