Ég var að klára að lesa Bettý eftir Arnald Indriðason. Hún kom mér svolítið á óvart, er öðruvísi en hans fyrri bækur. Mér finnst það jákvætt, því þó að bækurnar hans séu skemmtilegar og spennandi, þá eru þær orðnar of keimlíkar, það er alla vega mín skoðun. En þessi var öðruvísi. Frásögnin er sögð af þeim grunaða sem situr inni fyrir glæp. Þó að mér þyki þetta ekki besta bókin hans Arnalds, þá gat ég ekki látið bókina frá mér. Það er atriði í bókinni sem kemur manni verulega í opna skjöldu,...