Afsakið, en hver samdi þessa skoðanakönnun? Eða frekar, hverjum datt í hug þessir valmöguleikar? Af þeim 17 mönnum sem okkur gefst færi á að kjósa get ég talið ekki fleiri en 6 menn sem eiga einhvern raunverulegan rétt á því að vera þarna og mun fleiri leikstjóra sem eru það ekki. Ég skal fara stuttlega yfir þá leikstjóra sem listaðir voru… Steven Spielberg: Jú, ég get verið sammála því að hann eigi stað á þessum lista þó svo að hann sé ekki í miklu uppáhaldi hjá mér. Peter Jackson: Þessi...