Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

enola
enola Notandi frá fornöld 152 stig

Hvaða mynd er Baltasar Kormákur að gera núna? (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 4 mánuðum
…og af hverju fylgdi Hafið með pulsupökkum ekki alls fyrir löngu?.. eitthvað SSSamband þar á milli. Nei en ég vildi bara svona fá að vita hvaða mynd hann er að gera núna af því að ég var að fá mér pulsu og kóki og datt þetta í hug

Hvaða forrit þarf til að skoða .avi í Mac (2 álit)

í Apple fyrir 20 árum, 11 mánuðum
ég er hjanna að spá í því hvernig ég geti skoðað klaufabárðana sem að vinur minn downloadaði fyrir mig. hann gerði það sko á PC og svo þegar að ég ætlaði að fara að skoða þetta þá bara kom einhvað krapp upp æa skjáinn um að quick time gæti ekki spilað þetta. og ég er alveg ´í rusli yfir þessu þar sem að ég er nýbúin að fá mér powerbook og kann ekkert á þetta. p.s. vantar líka fullt af allskyns forritum. annars er ég mjög hress, bless bless. ;)

Hey námsmenn í hönnun (0 álit)

í Skóli fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Aftur bið ég um HUGmynd. Hvaða skóli erlendis er besti skólinn fyrir grafíska hönnun og með hverju mælið þið að innihald möppunnar verði? Ég er alveg eins að leita eftir dýrum skóla sem alveg ódýrum. Bara að hann sé með nýtískulegar hugmyndir. Ég er sjálfmenntaður listamaður og skortir svo sem ekki hugmyndirnar en þó er alltaf gamna að vita hvað öðrum finnst…einnig ef að þið mælið frekar með einhverju öðru hönnunarnámi.

Danmörk How is life? (10 álit)

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Allt í einu datt mér dálítið í HUG. Mig vantar pínulitla aðstoð ég er nefnilega að fara til Kaupmannahafnar í nokkra daga og mér þætti ótrúlega gaman að heyra með hvaða verslunum fólk er að mæla. Ég er doldið spútniktýpa en þó líka þessi klassíska. Líka bara ef að fólk vill mæla rosalega með einhverjum stað til að borða á eða horfa á eða sofa á ??? Ég hef mikla trú á þessari umræðu og ég veit að allir eru sjúkir í að tjá sig um þennan bransa.

Meistaramót Íslands 12 - 14 ára (0 álit)

í Íþróttir fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Svona fóru stigin í fyrra, núna bætist USÚ við í hópinn með einn mjög sprækan og efnilegan keppanda. Áfram UsÚ!!!!!! Meistaramót Íslands 12 - 14 ára haldið á Laugarvatni 15. - 16. júlí 2000 Heildarstigakeppni félaga 1. HSK 346.50 stig 2. Fjölnir 306.50 - 3. UBK 198.50 - 4. FH 182.50 - 5. UFA 176.25 - 6. UÍA 171,25 - 7. UMSE 159,75 - 8. UMSS 151,00 - 9. ÍR 117,75 - 10. HSH 105,50 - 11. HHF 83,75 - 12. UMSB 83,50 - 13. Ármann 70,00 - 14. USAH 64,00 - 15. Umf. Óðinn 63,25 - 16. HSÞ 57,50 - 17....

Meistaramót í frjálsum 12-14 ára 9-11 ágúst!!! (2 álit)

í Íþróttir fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Meistaramót Íslands í Frjálsum íþróttum verður haldið um helgina á Laugardalsvellinum. Þar eru sko flottir krakkar með frábæran sjálfsaga. Frjálsar eru nefnilega íþróttir einstaklingsins og hafa því miður ekki fengið jafngóða og mikla umfjöllun og hópíþróttin fótboltinn. Þarna verður keppt í hlaupum, stökkum og köstum. Ég skora á ykkur. Mætið í Laugardalinn um helgina og fylgist með upprennandi stjörnum á Meistaramóti 12-14 ára.

latir og leiðinlegir innipúkar??? (20 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
í gamla dag þegar ég var ung/ur þá léku börn sér úti og þau voru í boltaleikjum og feluleikjum og parís og að gera prakkarastrik og að vera drullug upp fyrir haus og fengu marbletti og ………… Já og það var bara altt í lagi og við vorum ekkert alltaf að drekka kók eða éta nammi eða neitt þannig og þa´voru til foreldrar sem nenntu að koma út eða gáfu sér tíma til þess. Hvað varð um það líf??? Núna eru börnin sett fyrir framan tölvuna og sjónvarpið með nammipoka og beðin vinsamlegast um að láta...

Síðan í Framaralitunum (2 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það er engin furða að síða þessi skarti þessum fagurbláa lit okkur Framara. Bæði erum við FAllegir og Framsæknir.

Jennifer Aniston Kúrinn (2 álit)

í Gamanþættir fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég er hætt við að hætta við að hætta við að fara aldrey á kúra.. og langar því að spyrja ykkur hvort að þið hafið hugmynd um hvar hægt er að nálgast þennan matarlista hennar Jennifer sem er víst alveg guðdómlegur og það er til einhver bók um hann…sem er rosa sniðugt. Þetta er auðvitað ekki kúr heldur lífstíll sem öllum er ráðlagt að tileinka sér til að lifa góðu andlegu lífi…maður verður víst miklu hressari á morgnanna og ekki eins þreyttur yfir daginn og þannig stöff…ÞAnnig að þetta var...

Biðstaða örvæntingarinnar (7 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ég samdi þér ljóð í gær Engin var þó svörunin, en orðin voru kveljandi sönn og mín ósk var að þau kveiktu í þér Takk fyrir kexið sem að þú sendir ömmu

Vala Matt er alltaf í tísku (25 álit)

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Oh já…….Hárið á henni í obboððsleg flott og elegant og hún hefur alveg hreint náð að halda sömu greiðslunni í áraraðir sem er alltaf klassískt. Glaðlindið er líka alltaf svo mikið og glimmrandi og hún er eitthvað svo laus við yfirborðskennd. Hvernig þessi glæsilega ber þokka sinn er alveg hreint til fyrirmyndar, svo tignarleg og jákvæð að hver kona fyllist bræði og missir sjarma sinn. Og hún heldur sínu striki alveg óhindrað og blæs við öllu mótlæti. Hún er þessi kona sem hefur þorað að fara...

Fyrsta reynsla afgreiðslupilts (12 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Ungur maður fékk vinnu í búð. Og búðareigandin kennir honum allt sem á að gera, en segir svo að lokum Hingað kemur kona sen er bæði blind og heyrnalaus en með bendingum gerir hún sig skiljanlega og ef þú skilur hana ekki þá skaltu bara hringja í mig og með það fór búðareigandinn Sex kúnnum seinna kemur daufdumba konan, og hún bendirá augun,eyrun,brjóstin og svo niður á sig. Drengurinn gat nú alls ekki skilið þetta og hringir í búðareigandann og tjáir honum vandræði sín, Búðareigandinn segir...

Vinur (4 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Þú ert vinur minn Þú manst þegar ég fyrirgaf þér ónæðið Þú manst þegar ég sendi þér hýrt auga Þú manst þegar þú hefur gleymt afmælinu mínu Þú ert það sem ég vildi vera ef ég væri þú Þú getur allt sem getur gert mig óða Þú finnur á þér þegar ég er hjá þér Þú lyktar eins og strákurinn sem ég sparkaði í í “leyndó” Þú sefur hjá mér eins og enginn annar Þú ert í huga mér - í huganum ert þú hjá mér Þú ert hugi.is með óþreytandi pláss fyrir mig Takk ástin mín.

Klikk í hausnum (1 álit)

í Heilsa fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Nú á dögum snýst allt orðið um að vera á einhverjum kúr, vera að æfa einhverstaðar og bla bla bla allt til að láta sér líða vel. Eða hvað? Hver er árangurinn af öllum kúrunum - meiri vanlíðan á sálinni. Og hver er árangurinn af brjóstastækkunum. Hvenær gerist það að fólk bara verður alveg æðislega sátt með sig og líður vel. Ég er nú svo heppin að hafa óvart grenst og það var sennilega af því að ég er ein af þeim sem er ekki að æfa neitt en hreifi mig samt mjög hratt og borða hollan mat en er...

Nú fer boltinn að rúlla (9 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 8 mánuðum
Jæja nú fer boltinn að rúlla. Öll liðin eru í toppástandi og koma vel undan vetri. Ég spái Frömurunum alveg frábæri gengi í sumar þeir eru í þrusu formi og Fjalar Þorgeirsson er hættulega efnilegur markvörður. Hann spyrnir vel frá marki og kemur boltanum fljótt í leik. Helsti kostur varnar Fram er sá að innan hennar er mikil reynsla sem á eftir að vega þungt og bætir nokkuð upp veikleika hennar, sem einkum er skortur á hraða og vandi við að koma knettinum í leik. Þarna eru hins vegar menn...

'Eg vildi að ég væri ponsu lítil (6 álit)

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 9 mánuðum
Væri ekki meiriháttar að vera lagður út í vagn, dúðuð i galla og breitt yfir mann sæng stöku sinnum. Oh ég er viss um að það er æðislegt. Ég var að spá í að láta smíða handa mér svona pæjuvagn. Hvernig haldiði að fólk mundi bregðast við því sem sæji hann úti í garði hjá mér? Risavaxinn Gulllitaður Silverkross með mjúku áklæði - alveg spes til að geta fengið sér bautihænublund. Og þá mundi ég vilja hafa svona babytalk út í vagni nema ég mundi snúa því öfugt þannig að hann sem væri inni mundi...

Jólaseríur, nýjasta heimsmetið? (0 álit)

í Deiglan fyrir 24 árum
Hvernig stendur á því að við íslenska eigum svona auðvelt með að setja heimsmet í að skreyta húsið, kaupa hlaupahjól….bla bla bla, blaðra í gsm síma og vinna. Heimsmet í að apa eftir nágrannanum í einu og öllu. Það er sko e-ð til að vera æðislega skúbbídúa stollt yfir. Alveg frábært. GO Go Gógó!!!
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok