Mikið hefur verið rætt og ritað um Open Source hugbúnað undanfarna mánuði, hér eftir kalla ég það hugtak: opnar lindir. Það er dálítið einkennileg umræða í gangi. Mjög vinsælt er að ræða um kosti opinna linda og yfirleitt virðist inntak þessarar umræðu vera árás á Microsoft. Sömuleiðis er varla hægt að lesa um opnar lindir í greinum frá Microsoft nema þeir úthúði slíku glamri sem uppátæki hins vonda. Ég styð opnar lindir heils hugar og skil vel áhuga fólks á slíku fyrirbæri. Hvers vegna?...