Góðan dag. Ég var stödd ásamt nokkrum skólafélögum í Tiger í kringlunni. Við afgreiðsluborðið voru í körfu litlir glerhólkar, með sígarettu og lítilli eldspítu inní og utan á stóð, In emergency break glass. Þetta var svolítið fyndið og tvær vinkonur mínar ákváðu að kaupa svona, önnur fyrir bekkjarsystur sína sem nýhætt var að reykja og hin fyrir kærastann. Sú þeirra sem fyrst var í röðinni gekk upp að afgreiðsluborðinu og rétti fram 200 krónur. Þá bað afgreiðslumaðurinn um skilríki. Hún að...