Regnið glumdi á rúðunni, dæmigert íslenskt haustveður. Rútan skrölti eftir malarveginum niður fjallshlíðina. Að þessu sinni voru aðeins fjórar manneskjur í rútunni, með rútubílstjóranum. Hún sat aftarlega og reyndi að láta lítið fyrir sér fara. Stór hnútur hafði komið sér fyrir í maganum á henni en hún vonaði að allt færi vel. Hún vissi það samt innst inni að pabbi hennar hefði drukkið á meðan hefði verið í burtu, hún vonaði bara að það væri allt í lagi með Árna. Hún kom sér betur fyrir og...