Ég horfði á mjög vandaðan og fróðlegan þátt í ríkissjónvarpinu í gær sem heitir “The Big Chill.” Þáttur þessi fjallar um gróðurhúsaáhrif mengunar af völdum mannsins og þá hugsanlegu afleiðingu hlýnunarinnar, sem af auknu magni gróðurhúsalofttegunda stafar, að stórt svæði í Norður-Atlantshafi kunni að fara inn í tímabil fimbulkulda og jafnvel ísaldar þegar á þessari öld. Í stuttu máli er kenningin sú að vegna hlýnunarinnar í lofthjúpi jarðar bráðna jöklar á norðuhveli hraðar en áður og þannig...