Ég veit ekki hvort margir eru sammála mér í þeim efnum að Microsoft sé að gera mistök varðandi öryggiskóðans í Windows XP. Ef maður hugsar út í það, þá græða þeir í raun á því að Windowsinu sé stolið. Tökum sem dæmi, maður fær ólöglega útgáfu af Windows og notar og lærir á þetta stýrikerfi. En svo kemur af því að þessi sami maður vill gera meira. Hann fer og kaupir fullt af Microsoft vörum, því jú auðvitað er hann að keyra Windows. Office, allir þessir SideWinder stýripinnar og fjarstýrðar...