Ég minnist oft á ofnæmi við fólk og það (þetta ofnæmislausa a.m.k.) spyr oftast á móti: “Hefurðu engin lyf?” Jú, auðvitað á ég lyf, ég er ekki blæðandi fáviti. En eins og allir þeir sem hafa haft slæmt ofnæmi vita, þá slá ofnæmislyf ekki nema takmarkað á einkenni sem fylgja ofnæmi. Ef mikið er af frjókornum í loftinu og ofnæmið er slæmt, þá virka lyfin ekki mikið meira en magnýl á mígreni, nema þá kannski sprauturnar en þær eru dýrar og háðar skilyrðum. Bara langaði að minnast á þetta í...