Það verða Lakers og Sixers sem keppa til úrslita um NBA meistara titilinn 2001. Lakers hefur ekki tapað leik í úrslitakeppninni, hafa unnið léttilega alla sína andstæðinga, fyrst Portland 3-0, svo Sacramento 4-0 og núna síðast San Antonio 4-0. Þeir koma því vel hvíldir inní úrslitin. Lakers hafa núna unnið 19 leiki í röð og virðast óstöðvandi. Sixers hafa hins vegar farið erfiðari leið í úrslitin, unnu fyrst Indiana 3-1, svo Toronto 4-3, og svo unnu þeir Milwaukee 4-3. Þeir hafa því spilað 7...