Coca-Cola er vinsælasti gosdrykkur í heiminum, hans er neytt af fólki um allan heim hundrað-milljón sinnum á dag. Þetta er sagan um það hvernig litla flaskan með sitt einstaka merki varð að heimsins þekktasta vörumerki. 1886 Það var í maí 1886 í Atlanta, Georgía í Bandaríkjunum sem Dr. John Sith Pemberton, lyfsali í bænum, framleiddi fyrst sýrópið sem varð þekkt sem Coca-Cola. Hann hafði um tíma reynt að búa til læknandi vökva sem bragðaðist nógu vel til að drekka. Það sem hann vissi ekki um...