Hvað ertu búinn að taka marga tíma hjá þessum? Því ef þú ætlar að færa þig yfir til einhvers annars er mjög líklegt að þú þurfir að byrja alveg upp á nýtt sem er þá peningur út um gluggann. Fyrir utan það hefurðu bara gott af því að taka þína lögbundnu 16 tíma, fólk sleppur alltof létt frá þessu ökunámi. Fólk sem hefur keyrt í átta klukkutíma með ökukennara er alls ekki tilbúið til að fara út í umferðina.