Tekið af vef Víkurfrétta. "Hugmyndir kynntar að Iceland MotoPark Hugmyndir að Iceland MotoPark voru kynntar í Íþróttaakademínunni í Reykjanesbæ í dag. Iceland MotoPark er samvinnuverkefni Toppsins, HOK, Cliwe Bowen, Lovejoy, WSR, Eventual Design, Verkfræðistofu Njarðvíkur og Reykjanesbæjar. Um er að ræða fjölnota akstursíþróttabraut sem er 4,2 km að lengd og kvartmílubraut. Reykjanesbær hefur þegar úthlutað hlutaðeigandi 150 hektara land undir akstursíþróttasvæði og tengda starfsemi....