Bróðir minn Átti ég bróður og góður hann var, en nú er hann farinn á betri stað. hugsanaleysi yfir hann kom, þó ætíð hélt ég í þá von. að hann skyldi ei hverfa á braut, er styrkur hans niður laut. eftir erum við og tárumst öll, en nú ferðast hann um víðan völl. við tökumst á sorg, ótta og kvíða, lífið er stutt og eftir engu að bíða. hann vakir nú og fylgist með, þótt líkaminn sé eftir hér. hann vakir yfir okkur, þótt hann sé hljóður, enda var hann drengur góður. hugum að honum í minningum...