hæbbs, ég veit ekkert hvort það er áhugi fyrir þessu en ég á fartölvu sem á sínum tíma hét medion C8 clawhammer, 17“” lcd með 64 bita örra og 5.1 hljóðkerfi, sem væri ekki frásögu færandi nema hvað að medion er þekkt fyrir að “rebranda” vélbúnaðinn sinn. ég ákvað um daginn að skipta út örranum í lappanum og fá mér nýrri útgáfu af örra sem kallast turion og til þess nýtti ég mér hina merku leitarvél google. Og þá kemur í ljós að eina sem ég þyrfti að gera væri að flasha biosinn í útgáfu 2.04a...