Er Póker Ólöglegur? Hér eru mínar hugleiðingar um efnið. Varðandi þetta álitaefni eru tvö refsiákvæði sem koma til greina þ.e. 183. og 184. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í 183. gr. segir: “Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru.” Þar sem framangreint ákvæði fjallar einungis um þá sem gera sér veðmál að atvinnu getum við útlokað það strax, þar sem við erum...