Sæl öll, langaði bara að segja ykkur frá forriti sem vinur minn kynnti mig fyrir, en umtalað forrit gerir þér kleift að stilla ýmis náttúruhljóð, svo sem fuglasöng, brim og öldugang, lækjarsprænur, froskakvak, engisprettutif, regn og þrumur til að heyrast í tölvunni þinni. Einnig býður það upp á flautuspil (næstum dáleiðandi ef vel er blandað), píanóspil og trommuleik. Annar möguleiki sem forritið býður upp á er að hægt er að hafa hreyfimynd í horninu, þá er hægt að velja um ský, læk, foss,...