Ef við lítum á aðrar hornasummur, svo sem hornasummu þríhyrnings, ferhyrnings, fimmhyrnings og svo framvegis, sjáum við að eftirfarandi regla gildir: Hornasumma n-hyrnings = tölugildið af [(n-2)*180°] Hornasumma þríhyrnings er þannig tölugildið af [(3-2)*180°]=180° og hornasumma ferhyrnings tölugildið af [(4-2)*180°)=360°. Samkvæmt þessari formúlu hlýtur hornasumma einhyrnings að vera tölugildið af [(1-2)*180°]= tölugildið af [–180°] sem er 180°. (Hér kemur raunar í ljós hvers vegna við...