Ég rakst á skemmtilegt spunaspil á IRCinu, n.t.t. Undernet. Þetta spil heitir Akeran og gengur útá að ná völdum og áhrifum og komast í mjúkinn hjá guðinum sínum (góður eða illur guð). Maður byrjar á því að velja sér stað í Akeranlandinu (Arctic, Desert, Forest, Mountains, Plains) til að reisa fyrstu borgina sína og af hvaða kynþætti maður vill vera (Human, Elf, Dwarf, Nomad, Draconian). Síðan á maður að reisa byggingar í borginni sinni og byggja að svo nýjar eða yfirtaka borgir annarra...