Ágætu dróttskátar! Gönguhópnum hefur borist veður af nokkurri óánægju með keppnisgjald í DS Göngunni þetta árið og er ætlunin með þessum pistli að friða þær raddir og leiðrétta misskilning, sem ef til vill kann að hafa komið upp. Á síðasta ári var gangan haldin eftir nokkurt hlé og er það mikil synd að nokkrar kynslóðir dróttskáta hafi misst af þessu mikla ævintýri. Var því mikill hugur í mönnum á síðasta ári að endurvekja gönguna og koma henni aftur á blað í íslensku skátalífi. Það eina sem...