Í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og formanna knattspyrnufélaganna, sem keppa í efstu deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu, eru KR-ingar efstir, en liðið er núverandi Íslandsmeistari í knattspyrnu karla. KR-ingar fengu 277 stig af 300 mögulegum en Grindvíkingum er spáð 2. sæti, Fylki 3. sæti og ÍA 4. sæti. Fram er spáð 5. sæti, Þrótti 6. sæti, ÍBV 7. sæti, KA 8. sæti og FH og Valur verða í fallsætunum tveimur samkvæmt spánni. GREIN TEKIN AF MBL.IS...