Sælir strákar. Mig langar að deila með ykkur smá sögu um gítar sem ég hef átt frá 1981-2. Vonandi hafið þið gaman af. Þetta er Les Paul týpa sem ég hélt á sínum tíma að væri Japan eftirlíking. Ég bjó á sínum tíma fyrir vestan og var mér bent á þennan grip sem hafði verið settur í pant fyrir flugfari til Reykjavíkur en aldrei sóttur. Ég var að byrja að spila með local bandinu þarna svo ég sló til. Ég sá að skipt hafði verið um um pickupinn í bridginu, tvöfaldur DiMarcio, en Humbucker við...