ég ætla að segja frá skólanum mínum í danmörku, þetta er svo kallaður produktion højskole sem gæti verið þýddur framleiðsluskóli eða vinnuskóli. þessi skóli er fyrir fólk á aldrinum 16-25 ára, í honum eru 7 deildir (tölvufræði, handavinna, eldhús, garðyrkja, málmvinnsla, trésmíði og rafvirkjun), í hverri deild eru aldrei fleirri en 8 nemendur. í skólanum velur fólk sér deild sem það vill vera í, þó er valið ekki bindandi það er alttaf hægt að skifta um deild svo framarlega að það sé pláss...