Ekki það hafi nokkurn tíma verið leyndarmál, en nú um páskana blottuðu Fréttablaðið og Mogginn sig fyrir alþjóð sem anti- og pro-ríkisstjórnarmálgögn. Fréttablaðið spilaði út því snilldarspili að daginn sem Mogginn kom ekki út (laugardaginn fyrir páska), og því alveg ljóst að lesendahópurinn yrði stór - að birta dómsdagsgreinina “Mörg kosningaloforð svikin á tímabilinu” á forsíðu. Þar eru tíunduð 20 kosningaloforð hvors stjórnarflokks, talið upp við hvað ekki var staðið og fjallað...