Hver hefur ekki einhverntíma sagt þessa setningu? Það er svosem allt í lagi með hommana ef þeir eru ekkert fyrir mér. Ef þeir eru ekkert að þröngva sér og sínum inná mitt heimili. Ef þeir eru bara eins og við. Er það ekki frekja að vilja að annað og öðruvísi fólk reyni sitt besta til að líkjast manni sjálfum? Þetta á ekki aðeins við um hommana eða lessurnar, heldur einnig útlendinga, og þá einkum innflytjendur, ef út í það er farið, en það er ekki það sem ég er kominn til að tala um. Það er...