Þar sem ég er ekki Framsóknarmaður né Sjálfstæðismaður, heldur meðlimur í Samfylkingunni þá sé ég þetta Ingibjargarmál greinilega á annan hátt heldur en hávær hluti þeirra sem eru að rita á huga þessa dagana. Ég held meira að segja að ég komi að málinu að meira hlutleysi, því mér er í raun sama hvort Ingibjörg bjóði sig fram eða ekki, því flokkurinn minn var kominn uppí 32% í skoðanakönnunum áður en þingframboð hennar varð aðal fréttaefnið, sem er aðeins 8,5% minna fylgi en...