20. september síðastliðinn hélt Karatefélag Reykjavíkur Opið Reykjavíkurmeistaramót í karate í tilefni 30 ára afmælis félagsins, en það var stofnað 23. september 1973. Þátttakan var um 100 keppendur frá 7 félögum. Dómarar voru Ólafur Helgi Hreinsson, Helgi Jóhannesson, Halldór Svavarsson, Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson, Reinharð Reinharðsson, Magnús Kr. Eyjólfsson (kata) og Árni Jónsson (kata). Þetta var mjög skemmtilegt mót, góð stemmning og gaman að taka þátt og koma sér í stuð fyrir...